ÍR sigraði Selfoss 95-75 í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta í kvöld og sópaði Selfyssingum 3-0 út úr einvíginu.
Fyrsti leikhlutinn var jafn en ÍR skoraði síðustu sex stigin í leikhlutanum og breytti stöðunni í 26-18. Selfyssingar svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta og í upphafi þess þriðja jöfnuðu þeir 49-49.
ÍR steig á gjöfina í kjölfarið og komst í 71-61 áður en 3. leikhluta lauk. ÍR-ingar voru sterkari á lokasprettinum og juku forskotið í 21 stig án þess að Selfoss gæti svarað fyrir sig.
Tykei Greene var stigahæstur Selfyssinga með 23 stig og 14 fráköst, Vojtech Novák skoraði 12 stig og tók 7 fráköst og Birkir Hrafn Eyþórsson skoraði 12 stig og tók 4 fráköst.