Íris valin dugnaðarforkurinn

Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði körfuboltaliðs Hamars, var valin „dugnaðarforkurinn“ þegar verðlaun voru veitt í gær fyrir bestu frammistöðu leikmanna á seinni hluta keppnistímabils Domino's-deildar kvenna.

Valið var fimm manna úrvalslið, ásamt þjálfara og dugnaðarforki.

Ljóst er að Hamar á duglegustu leikmenn deildarinnar í vetur en Marín Laufey Davíðsdóttir hafði áður verið verðlaunuð fyrir fyrri hluta mótsins.

Úrvalslið Domino’s deildar kvenna í seinni hlutanum 2013-2014
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell
Lele Hardy · Haukar
Sigrún Ámundadóttir · KR
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík
Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell

Dugnaðarforkurinn:
Íris Ásgeirsdóttir · Hamar

Besti þjálfarinn:
Ingi Þór Steinþórsson · Snæfell

Besti leikmaður Domino’s deildar kvenna:
Lele Hardy · Haukar

Fyrri greinGjaldtaka hefst á næstu dögum
Næsta greinRennsli Tungnaár í sögulegu lágmarki