Jaleesa Ross er ein besta körfuboltakonan sem Fresno State háskólinn hefur alið af sér en hún er á leið til Íslands að spila með Hamri.
„Það fyrsta sem ég hugsaði var Ísland? Í alvöru?. Ég hafði ekki heyrt mikið um landið en atvinnumannabolti er atvinnumannabolti og ég er að upplifa drauminn svo að ég er ánægð,“ sagði Ross í samtali við abc30.com.
Ross gengur til liðs við Hamar í byrjun september en Fyrirtækjabikarinn hefst þann 15. september nk.
Þjálfari Fresno State, Adrian Wiggins, segist vona að Ross breyti ekki sínum leik þegar hún byrjar að spila fyrir Hamar í „Íslensku atvinnumannadeildinni“ eins og Kaninn orðar það.
„Þú þarft að leggja hart að þér og hefur engar afsakanir. Ef hún skilur það og þess vegna hefur hún náð árangri hér hjá Fresno State. Hún mun standa sig vel ef hún heldur sínu striki,“ segir Wiggins.
Viðtalið við Ross er hér að neðan.