Bjarki Már Elísson var frábær í sókninni hjá íslenska landsliðinu í handbolta þegar það lagði Eistland örugglega í undankeppni EM í handbolta ytra í dag.
Bjarki Már var markahæstur, skoraði 11 mörk, í 37-25 sigri Íslands.
Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínúturnar en þá sigldu Íslendingar framúr og höfðu góð tök á Eistunum það sem eftir lifði leiks. Staðan í hálfleik var 20-13.
Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk og var sterkur í vörninni og Teitur Örn Einarsson átti góða innkomu á lokakaflanum og skoraði einnig 3 mörk. Þá lagði Janus Daði Smárason sitt af mörkum með tveimur stoðsendingum og góðri innkomu í vörnina.