Íslandsmeistararnir úr leik í bikarnum

Davíð Arnar Ágústsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs Þ eru úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta 2021 eftir tap gegn ÍR á útivelli í 16-liða úrslitum í kvöld.

Þórsarar byrjuðu betur í leiknum og leiddu 20-27 eftir fyrsta leikhluta en staðan í hálfleik var 45-51. ÍR komst yfir um miðjan 3. leikhluta en Þórsarar svöruðu strax og héldu forystunni allt þar til tæpar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá komust ÍR-ingar yfir, 79-78, og náðu í framhaldinu sex stiga forystum sem Þórsurum tókst ekki að vinna niður.

Þór mætir með mikið breytt lið til leiks í vetur. Daninn Daniel Mortensen lék vel í kvöld og skoraði 19 stig en Argentínumaðurinn Luciano Massarelli var stigahæstur með 21 stig og sex stoðsendingar.

Tölfræði Þórs Þ: Luciano Massarelli 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 19/5 fráköst, Glynn Watson 18, Ronaldas Rutkauskas 11/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Ragnar Örn Bragason 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 6/7 fráköst.

Fyrri greinSpennan magnast hjá Ægismönnum
Næsta greinHamingjan við völd á skírnardaginn