Laugardaginn 1. október næstkomandi mun Körfuknattleiksdeild ÍR í samstarfi við Karfan.is standa að fyrsta Íslandsmótinu í skotkeppninni Stinger.
Mótið mun fara fram í Seljaskóla í Reykjavík og mun sigurvegari mótsins verða krýndur Íslandsmeistari í Stinger. Til mikils er að vinna en sigurvegarinn mun fá til sín 33% af þátttökugjaldi mótsins, því fleiri keppendur, því hærri vinningur!
Skotkeppnin Stinger er öllum kunn, þar keppist fólk við að skjóta hvert annað úr leik og á mótinu verður skotið frá þriggja stiga línunni.
Skráningargjald í mótið verður kr. 500,- og mun sigurvegarinn fá til sín 33% ágóðans, hinum þremur hlutunum verður skipt svo:
33% munu renna til góðgerðarmála/líknarfélags að vali sigurvegarans
34% munu renna til framkvæmdar á mótinu sjálfu
Sigurvegarinn mun í samstarfi við ÍR og Karfan.is velja góðgerðarmál/líknarfélag til að styrkja.
Skráning í mótið mun fara fram á staðnum.
Stinger:
-Skotkeppni til síðasta manns
-Skotið er frá þriggja stiga línunni
-Þú mátt skjóta þínu skoti um leið og aðilinn fyrir framan þig hefur tekið sitt skot
-Ef skotið þitt geigar átt þú að ná í frákastið og reyna að skora… ef aðilinn fyrir aftan þig skorar á undan þér ert þú úr leik.
-Ekki má að óþörfu trufla andstæðinginn eða með einhverjum hætti viljandi bæjga boltanum hans frá eða trufla skot hans með nokkrum hætti.
Allar nánari upplýsingar um mótið fást á nonni@karfan.is eða hjá gunnar@gunnarimage.com