Ómar Ingi Magnússon var besti maður Íslands sem vann stórbrotinn sigur á Ólympíumeisturum Frakklands á Evrópumótinu í handbolta í dag, 29-21.
Ísland átti í einu orði sagt frábæran leik frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir að átta leikmenn vantaði í hópinn vegna kórónuveirunnar létu Íslendingar það ekki á sig fá og þjöppuðu sér heldur betur saman. Liðið var frábært í heildina og var með verðskuldað forskot í hálfleik, 10-17. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik en sigur Íslands var aldrei í hættu.
Ómar Ingi fékk einkunnina 9,2 hjá HBStatz, þar af 9,7 í sókninni og Frakkarnir réðu ekkert við hann. Ómar Ingi var markahæstur Íslendinganna með 10/3 mörk og 6 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson kom inná á lokamínútunum og negldi boltanum einu sinni í netið.
Ísland mætir Króatíu í næstu umferð, eftir hádegi á mánudaginn.