Efstu liðin í A-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu, Árborg og KFG skildu jöfn á Selfossvelli í kvöld, 1-1.
Árborgarar voru sterkari í fyrri hálfleik en fyrsta mark leiksins lét þó á sér standa. Það kom á 39. mínútu og var þar að verki Guðmundur Ármann Böðvarsson.
Staðan var 1-0 í hálfleik en gestirnir mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks og uppskáru mark strax á 53. mínútu. KFG átti þá hættulega aukaspyrnu inn á vítateig Árborgar þar sem fyrirliðinn Jón Auðunn Sigurbergsson skallaði boltann slysalega í eigið net.
Gestirnir voru meira með boltann eftir þetta en fengu ekki teljandi færi. Árborg var nær því að skora þegar Guðmundur Garðar Sigfússon slapp innfyrir en markvörður KFG sá við honum.
Árborg er á toppi riðilsins með 16 stig en KFG er í 2. sæti með 14 stig.