Úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu hófst í dag. Hamar tók á móti Hvíta riddaranum og Árborg fékk KH í heimsókn.
Í Hveragerði kom Daníel Rögnvaldsson Hamri yfir á 42. mínútu en Gunnar Már Magnússon jafnaði fyrir Hvíta riddarann á 68. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1.
Leikur Árborgar og KH fór rólega af stað en Arnar Freyr Óskarsson kom Árborg yfir á 21. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik, en Alexander Lúðvígsson jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Alexander bætti svo við tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili á lokakafla leiksins og tryggði sínum mönnum góða stöðu fyrir síðari leikinn. Lokatölur 1-3.
Seinni leikirnir í 8-liða úrslitunum verða á miðvikudagskvöld og þá verður leikið til þrautar. Hamri dugar ekki 0-0 jafntefli, þar sem útivallamörk telja tvöfalt, og Árborg þarf að vinna þriggja marka sigur.