Jafntefli á jafntefli ofan

Hamar og Stokkseyri gerðu bæði 1-1 jafntefli í leikjum sínum í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Stokkseyri tók á móti Erninum á Selfossvelli en gestirnir leiddu í hálfleik, 0-1. Örvar Hugason jafnaði hins vegar metin í síðari hálfleik með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, í þverslána og inn. Lokatölur 1-1.

Í sama riðli mætti Hamar KFS á Selfossvelli og þar kom Logi Geir Þorláksson Hvergerðingum yfir á 26. mínútu með sínu fjórða marki í Lengjubikarnum í vor. Staðan var 0-1 í hálfleik en KFS jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þar við sat.

Staðan í riðlinum eftir leiki dagsins er sú að Hamar er í 2. sæti með 7 stig, eins og KFS sem situr í toppsætinu. Stokkseyri er í 5. sæti með 4 stig.

Fyrri greinViðbrögð leikmanna: „Svona á þetta að vera í úrslitakeppninni“
Næsta greinEldur blossaði upp í rafmagnstöflu