Selfoss og ÍR gerðu markalaust jafntefli í 1. deild kvenna í knattspyrnu á ÍR-vellinum í kvöld.
Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik og lítið að frétta. Selfoss var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og fékk fín færi, meðal annars björguðu ÍR-ingar tvisvar á marklínu. Selfossvörnin stóð vaktina vel og Eva Ýr markvörðurafgreiddi eina færi ÍR í seinni hálfleiknum af mikilli snilld. Hvorugu liðinu tókst því að finna netmöskvana og lokatölur urðu 0-0.
Stigið gerir lítið fyrir Selfyssinga sem eru áfram í fallsæti, eins og ÍR, en liðin eru með 10 og 4 stig. Selfyssingar eru fjórum stigum á eftir Grindavík sem er í 8. sætinu, þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.