Kvennalið Selfoss gerði 18-18 jafntefli við Fylki í jöfnum leik í Olís-deildinni í handbolta í dag.
Selfoss var einu til tveimur mörkum yfir nánast allan leikinn en náði aldrei að slíta Fylki frá sér. Staðan í hálfleik var 8-8 en bæði lið skoruðu tíu mörk í síðari hálfleik. Selfyssingar áttu síðustu sókn leiksins en nýttu hana ekki. Selfoss vann boltann þegar 50 sekúndur voru eftir og hélt honum út leikinn án þess að skora þrátt fyrir tvö góð færi.
Þuríður Guðjónsdóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Kara Rún Árnadóttir skoraði 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3 og þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Hildur Öder Einarsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu allar 2 mörk. Áslaug Bragadóttir varði vel í markinu og var með 40% markvörslu.