ÍF Mílan og Þróttur gerðu 24-24 jafntefli í 1. deild karla í handbolta þegar liðin mættust í Vallaskóla í kvöld. Mílan hafði góða forystu í hálfleik en gestirnir komu tvíefldir til baka í síðari hálfleik.
Mílan var skrefinu á undan framan af síðari hálfleik, komst í 4-1 en gestirnir jöfnuðu 4-4. Þá tók Mílan góðan sprett þar sem Atli Kristinsson raðaði inn mörkunum og munurinn var orðinn sex mörk í hálfleik, 14-8.
Þróttarar voru mun ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks og náðu að jafna 20-20 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Þá skoraði Mílan þrjú mörk í röð, 23-20, en Þróttur minnkaði muninn í tvö mörk, 24-22 þegar ein mínúta var til leiksloka.
Heimamönnum voru síðan mislagðar hendur á lokamínútunni en Þróttarar náðu að skora tvívegis og jafna metin, 24-24, á lokasekúndunum leiksins.
Atli Kristinsson var markahæstur í liði Mílan með 9 mörk, Ársæll Einar Ársælsson skoraði 5, Óskar Kúld 3, Atli Vokes, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Árni Felix Gíslason skoruðu allir 2 mörk og Róbert Daði Heimisson 1.