Íþróttabandalag Uppsveita gerði 3-3 jafntefli við Vatnaliljur í síðasta leik ÍBU í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar.
Helgi Valdimar Sigurðsson kom ÍBU yfir á 11. mínútu en Vatnaliljurnar jöfnuðu á 25. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.
Heimamenn komust yfir á 64. mínútu en Kristján Valur Sigurjónsson jafnaði fimm mínútum síðar og á 77. mínútu kom Máni Snær Benediktsson Uppsveitamönnum yfir. Allt stefndi í sigur þeirra en tveimur mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Vatnaliljur metin og lokatölur urðu 3-3.
Uppsveitir luku sínu fyrsta keppnistímabili á Íslandsmótinu í 7. sæti A-riðils með 10 stig. Liðið vann þrjá leiki í sumar, gerði eitt jafntefli en tapaði tíu leikjum.