Selfoss og Stjarnan skildu jöfn, 26-26, í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Atli Kristinsson átit stórleik og skoraði tólf mörk fyrir Selfoss.
Selfyssingar voru yfir allan fyrri hálfleik en staðan í leikhléinu var 12-10. Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik en Selfyssingar náðu að jafna og eftir það var leikurinn í járnum.
Á lokakaflanum náði Stjarnan þriggja marka forskoti, 23-20, en Selfyssingar jöfnuðu aftur metin og komust svo yfir, 25-26. Stjarnan jafnaði 26-26 á lokamínútunni en Selfyssingum tókst ekki að nýta síðustu sókn leiksins og liðin skiptu því með sér stigunum.
Atli Kristinsson var lang markahæstur Selfyssinga með tólf mörk. Guðni Ingvarsson skoraði fjögur, Gunnar Ingi Jónsson og Einar Sverrisson þrjú, Hörður Bjarnarson tvö og þeir Ómar Helgason og Magnús Már Magnússon skoruðu sitt markið hvor. Helgi Hlynsson varði 19/1 skot.
Selfoss er í 5. sæti með sjö stig en liðið á ekki leik næst fyrr en 4. febrúar þegar ÍBV kemur í heimsókn.