Jafntefli í Suðurlandsslag

Aron Lucas Vokes sækir að marki ÍBV í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss lauk keppni í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti ÍBV í Suðurlandsslag á Selfossvelli í dag.

Bæði lið sýndu fínustu tilþrif í leiknum en það voru Eyjamenn sem voru fyrri til að skora. Þeir fengu vítaspyrnu á 22. mínútu og úr henni skoraði Víðir Þorvarðarson.

Staðan var 0-1 í hálfleik en á 77. mínútu jafnaði Alexander Clive Vokes fyrir Selfoss með góðu marki og lokatölur leiksins urðu 1-1.

Selfoss lauk keppni í Lengjubikarnum í botnsæti riðils-4 með 2 stig en ÍBV er tveimur sætum ofar með 4 stig.

Fyrri greinSelfoss enn með augun á úrslitakeppninni
Næsta greinSelfyssingar sterkir á lokakaflanum