Jana Lind Ellertsdóttir, HSK, sigraði í kvennaflokki Íslandsglímunnar 2019 en keppt var um helgina í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Jana Lind sigraði Marín Laufey Davíðsdóttur, HSK, í úrslitaglímu en þær voru báðar með 3,5 vinninga eftir glímur dagsins. Jana Lind hlaut því Freyjumenið í fyrsta skipti.
Marín Laufey fékk silfrið en hún fékk einnig fegurðarverðlaunin Rósina, útskorinn farandgrip eftir Siggu á Grund.
Enginn karl keppti undir merkjum HSK á mótinu en Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA, varð glímukóngur Íslands í fjórða sinn.