Jana Lind tvöfaldur bikarmeistari í glímu

Jana Lind Ellertsdóttir, HSK, gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur bikarmeistari í glímu þegar 46. Bikarglíma Íslands fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík á dögunum.

Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar glímur. Þrettán erlendir keppendur tóku þátt að þessu sinni.

Jana Lind Ellertsdóttir var eini keppandi HSK á mótinu og gerði hún sér lítið fyrir og vann bæði opinn flokk kvenna og -60 kg flokk kvenna.

Fyrri greinVatnajökulsþjóðgarður hafi gildi fyrir allt mannkyn
Næsta greinToppliðin höfðu betur