Janus Daði maður leiksins

Gott karma! Janus Daði var heiðraður í leikslok. Ljósmynd: Facebooksíða HSÍ

Selfyssingurinn Janus Daði Smárason var útnefndur maður leiksins þegar Ísland vann stórsigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í Zagreb í Króatíu í kvöld.

Eftir frábæran fyrri hálfleik var eftirleikurinn auðveldur fyrir Ísland þó að sóknarleikur liðsins hafi ekki gengið jafn smurt fyrir sig seinni þrjátíu mínúturnar.

Staðan í hálfleik var 18-8 og Ísland jók forskotið enn frekar á lokakaflanum og sigraði að lokum 34-21.

Næsti leikur Íslands er gegn Kúbu kl. 19:30 á laugardaginn.

Selfyssingarnir í liðinu komu allir við sögu í leiknum í kvöld og tölfræði þeirra var eftirfarandi:

Bjarki Már Elísson
4 mörk, 1 stolinn bolti
Elvar Örn Jónsson
3 mörk, 4 stoðsendingar, 4 lögleg stopp, 3 stolnir boltar
Janus Daði Smárason
2 mörk, 4 stoðsendingar, 1 löglegt stopp, 1 stolinn bolta
Teitur Örn Einarsson
1 mark, 1 stoðsending, 4 lögleg stopp
Haukur Þrastarson
1 mark, 1 stoðsending, 5 lögleg stopp

Fyrri greinStolt að eiga strák í landsliðinu
Næsta greinAllt í járnum á Meistaravöllum