Selfyssingurinn Janus Daði Smárason er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska handknattleiksfélagið Göppingen. Janus gengur formlega í raðir þýska félagsins fyrir næsta tímabil.
Morgunblaðið greinir frá þessu en samkvæmt frétt á heimasíðu þýska félagsins hefur það lengi fylgst með Janusi sem hefur verið mikilvægur hlekkur hjá Álaborg í Danmörku undanfarin ár.
„Ég er mjög glaður með að fá þetta tækifæri og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná Evrópusæti,“ sagði Janus í samtali á heimasíðu félagsins.