Knattspyrnumaðurinn Joe Tillen skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Selfyssinga.
Tillen kom úr herbúðum Framara fyrir sumarið og hefur staðið sig feikivel með Selfyssingum í 1. deildinni.
Í samtali við Sunnlenska sagðist Joe vera ánægður með veru sína hjá liðinu og það hafi spilað á köflum mjög góðan fótbolta. „Við höfum reynda og virta þjálfara og það er ánægjulegt að spila fyrir þetta lið,“ sagði Joe.
„Stefnan var sett upp, og við eigum að geta plumað okkur vel í efstu deild að ári,“ bætti hann við.
Joe hefur skorað mikilvæg mörk fyrir liðið í sumar og rifjar upp að eftirminnilegast sé hið mikilvæga sigurmark gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossvellinum þar sem hann hamraði boltann í hornið utan af velli. „Þá er ekki síður gaman að rifja upp stemmninguna frá því að við sigruðum Skagamenn í bikarnum,“ segir Joe að lokum.