Ægir náði í sitt fyrsta stig í A-riðli 3. deildar karla í knattpsyrnu í dag þegar þeir gerðu jafntefli við Sindra. Lokatölur voru 1-1.
Leikið var í Þorlákshöfn og var þetta fyrsti heimaleikur Ægis í sumar.
Fyrri hálfleikur var markalaus og komu bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.
Ingi Rafn Ingibergsson, sem er á láni frá Selfossi, skoraði fyrir heimamenn þegar 70. mínútur voru liðnar af leiknum.
Þá kom fyrirgjöf fyrir markið, Ingi Rafn mætti á fjærstöngina og setti boltann í stöngina og inn.
Flest stefndi í það að Ægismenn væru að tryggja sér sigur en þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jöfnuðu Sindramenn.
Heimamenn vildu meina að um rangstöðu hefði verið að ræða en markið stóð þrátt fyrir mótmæli þeirra.
Lokatölur voru því 1-1 og Ægir með eitt stig eftir tvö leiki.