Selfyssingurinn Jóhann Rúnarsson sigraði í útbúnum jeppaflokki í Sjallasandspyrnunni sem fram fór á Akureyri á föstudagskvöld.
Aðstæður voru nokkuð sérstakar á Akureyri enda veðurfarið með ólíkindum. Sandurinn var mjög blautur og keppnin minnti meira á drulluspyrnu.
Tveir keppendur voru í útbúna jeppaflokknum og hafði Jóhann betur á Trúðnum í baráttu við Daníel G. Ingimundarson.