Jón Daði búinn að skrifa undir

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson skrifaði í morgun undir samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking í Stavanger. Jón Daði mun klæðast treyju númer 17 hjá félaginu.

Eins og sunnlenska.is greindi frá í síðustu viku tók Jón Daði tilboði félagsins um þriggja ára samning.

Á vef Viking er sagt frá undirskriftinni en fyrir hana gekkst Jón undir læknisskoðun og eftir undirskrift snæddi hann snöggan hádegisverð og kíkti eftir íbúð í Stavanger. Að því búnu dreif hann sig aftur heim til Íslands.

Hann mun þó snúa fljótlega aftur til Noregs og fara með liðinu í æfingaferð til Suður-Afríku.

Fyrri greinÞrír starfsmenn hætta hjá AÞS
Næsta greinStórtjón í eldi hjá Flúðafiski