Jón Daði skoraði glæsilegt mark í fyrsta leik

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson fór beint inn í byrjunarliðið hjá Úlfunum þegar keppni í Championship-deildinni í knattspyrnu hófst á Englandi í dag.

Úlfarnir mættu Rotherham og voru komnir 2-0 undir eftir 20. mínútna leik en náðu að klóra í bakkann fyrir leikhlé. Úlfarnir misstu svo mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik en náðu þrátt fyrir það að jafna metin á 65. mínútu.

Þar var Jón Daði að verki en hann skoraði glæsilegt jöfnunarmark og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 2-2.

Þess má geta að Jón Daði varð í dag 1000. leikmaðurinn til að klæðast treyju þessa fornfræga knattspyrnufélags.

Fyrri greinBrynja sækir um styrki vegna íbúðakaupa
Næsta greinStórsigur Hamars – Dramatík á Hvolsvelli