Jón Daði spilaði í tuttugu mínútur

Karlalið Íslands í knattspyrnu vann glæsilegan 0-3 sigur á Kazakstan í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag.

Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson hófu leikinn báðir á varamannabekknum.

Jón Daði kom inná á 70. mínútu fyrir Kolbein Sigþórsson og Selfyssingurinn átti þátt í þriðja marki Íslands á 90. mínútu þegar hann renndi boltanum á Birki Bjarnason sem skoraði, 0-3.

Næsti leikur liðsins er æfingaleikur gegn Eistlandi á þriðjudaginn kl. 16.

Fyrri greinMikilvægur sigur hjá Selfyssingum
Næsta greinKFR sigraði – jafntefli hjá Árborg