Eitt HSK-met var slegið í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi en Jórunn Viðar Valgarðsdóttir, Frískum Flóamönnum, bætti metið í 10 km götuhlaupi í flokki 50-54 ára kvenna.
Jórunn Viðar hljóp á 51:34 mín og varð í 4. sæti í sínum aldursflokki í hlaupinu. Hún bætti tíu ára gamalt með Aðalheiðar Ásgeirsdóttur, Skokkhópi Hamars, um 16 sekúndur en metið hafði staðið frá því í Brúarhlaupinu á Selfossi árið 2013.
Fjöldi Sunnlendinga tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem keppt var í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi auk 3 km skemmtiskokks. Vakni grunur um að fleiri héraðsmet hafi verið slegin í hlaupinu er hægt að senda ábendingu um það á hsk@hsk.is.