Jovanov í Hamar

Florijan Jovanov skrifaði í dag undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Hamars, en hann lék með liði FSu á síðasta tímabili í 1. deildinni.

Jovanov er fjölhæfur 27 ára leikmaður sem getur bæði spilað á vængnum og leyst stöðu framherja. Á síðasta tímabili skoraði hann að meðaltali 13,7 stig í leik og tók 7,5 fráköst.

„Við teljum Florijan vera einn af þeim leikmönnum sem á hvað mest inni frá því á síðasta tímabili. Í góðu flæði og skipulagi þá getur hann orðið algjör lykill að góðum árangri í vetur,“ segir Máté Dalmay, þjálfari Hamars, í færslu á Facebooksíðu deildarinnar.

Fyrri greinÞriðja útkall dagsins: Örmagna á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinHamar heldur toppsætinu