KÁ fór illa með Stokkseyringa

Ingvi Rafn Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stokkseyri í gærkvöldi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar hófu leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið tók á móti KÁ á gervigrasinu á Selfossi.

Það varð snemma ljóst að Stokkseyringar þyrftu að standa af sér mörg áhlaup þetta kvöldið og þegar upp var staðið hafði KÁ skorað sjö mörk gegn engu.

Gestirnir komust yfir á 11. mínútu og þeir skoruðu svo tvívegis um miðjan fyrri hálfleikinn. Aftur komu tvö mörk með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 0-5 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri en KÁ bætti við tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútunum og lokatölur urðu 0-7.

Stokkseyri leikur í C-deild Lengjubikarsins og mætir næst Létti á Selfossvelli þann 23. febrúar.

Fyrri greinÞór gróf sér djúpa holu í upphafi leiks
Næsta greinMargir of þungir og einn grunaður um ölvun