Mílan tapaði 18-23 þegar liðið fékk ungmennalið Stjörnunnar í heimsókn í Grill 66 deild karla í handbolta í kvöld.
Leikurinn í Vallaskóla var mjög kaflaskiptur en Mílan átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex mörk. Staðan var 6-12 í leikhléi. Leikurinn snerist við í síðari hálfleik þar sem Mílan var sterkari aðilinn en þeim grænu tókst ekki að vinna niður forskotið sem Stjarnan hafði byggt upp í fyrri hálfleik.
Árni Geir Hilmarsson var markahæstur hjá Mílunni með 7 mörk, Hannes Höskuldsson skoraði 3, Magnús Már Magnússon og Ómar Vignir Helgason 2 og þeir Páll Bergsson, Arnar Freyr Steinarsson, Einar Sindri Ólafsson og Ari Sverrir Magnússon skoruðu allir 1 mark.
Mílan er í 3. sæti Grill 66 deildarinnar með 3 stig að loknum 14 leikjum.