Kári Steinn keppir við Árborgarliðið

Hlauparinn Kári Steinn Karlsson, tengdasonur Selfoss, hefur tekið áskorun frá Knattspyrnufélagi Árborgar um 10 km kapphlaup í Brúarhlaupinu á morgun.

Knattspyrnumennirnir munu hlaupa 10 km boðhlaup, þar sem ellefu leikmenn hlaupa rúmlega 900 metra sprett hver í kappi við Kára Stein.

Kári er að búa sig undir Evrópumótið í frjálsum í Zürich þar sem hann keppir í maraþonhlaupi um næstu helgi.

„Formið er gott og það er aldrei að vita nema Íslands­metið verði í hættu ef veðrið verður stillt,“ sagði Kári Steinn við Morg­un­blaðið í gær en Íslands­metið í 10 km götu­hlaupi á Jón Diðriks­son úr UMSB, 30 mín­út­ur og 11 sek­únd­ur, og er það orðið 31 árs gam­alt.

Fyrri greinDýru pallaefni stolið
Næsta greinSunnlensku liðin töpuðu öll