Kári Steinn Karlsson og Valgerður Dýrleif Heimisdóttir urðu í dag Brúarhlaupsmeistarar og Íslandsmeistarar í hálfmaraþoni í Brúarhlaupinu á Selfossi.
Kári Steinn sigraði með yfirburðum í karlaflokki á 1:12,42 klst. Annar varð Jósep Magnússon á 1:20,43 klst og þriðji Haraldur Tómas Hallgrímsson á 1:20,54 klst.
Í kvennaflokki hljóp Valgerður Dýrleif á 1:29,46 klst, önnur varð Ósk Vilhjálmsdóttir á 1:32,35 og þriðja Guðmunda S. Sigurbjörnsdóttir á 1:42,48 klst.
Þátttakendur í Brúarhlaupinu voru rúmlega fimmhundruð talsins en hlaupnar voru fjórar vegalengdir; 2,5 km, 5 km, 10 km og 21,1 km. Þá var einnig keppt í 5 og 10 km hjólreiðum.
Úrslit í öllum flokkum munu birtast síðar á sunnlenska.is.