Mýrdalshlaupið fór fram í dag, annað árið í röð og voru keppendur 22 talsins. Hlaupið var frá Dyrhólaós eftir Reynisfjöru, upp á og eftir brún Reynisfjalls og loks niður til Víkur.
Vegalengdin eru 10 km og er hlaupið utan vega. Veðrið lék við keppendur og Mýrdalurinn skartaði sínu fegursta. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla og kvennaflokkum.
Kári Steinn Karlsson kom fyrstur í mark á tímanum 42,49 mín. Snorri Gunnarsson var annar á 49,35 mín og Guðni Páll Pálsson þriðji á 49,46 mín.
Fyrst kvenna í mark var Jónína Gunnarsdóttir á 57,39 mín, Guðbjörg Margrét Björnsdóttir önnur á 58,36 mín og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir þriðja á 59,39 mín.