Karl Gunnlaugsson heiðraður

Efstu pör á mótinu. Ljósmynd/HSK

HSK tvímenningurinn í bridds fór fram í Selinu á Selfossi fimmtudaginn 2. janúar síðastliðinn með þátttöku fimmtán para.

Spiluð voru 40 spil og eftir þau stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Gísli Þórarinsson og Sigurður Skagfjörð með 61,3 stig. Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson urðu í öðru sæti með 57,6 stig og Sigfinnur Snorrason og Össur Friðgeirssonn tóku bronsið með 56 stig, eftir hörku keppni við Þröstur Árnason og Björn Snorrason.

Briddsmenn heiðruðu Karl Gunnlaugsson á Varmalæk sérstaklega á mótinu, en hann hefur keppt á HSK mótum í rúm 75 ár í hinum ýmsu greinum. Karl er enn að keppa, en hann verður 89 ára í ár.

Briddsmenn heiðruðu Karl Gunnlaugsson á Varmalæk sérstaklega á mótinu. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinSjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Næsta grein„Mikilvægt að húka ekki bara inni og horfa á sjónvarpið“