Katla María snýr heim

Katla María Magnúsdóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Kötlu þarf vart að kynna, en hún er uppalinn Selfyssingur og spilaði með Selfoss á árunum 2017-2020 áður en hún fór í Stjörnuna.

Katla, sem er 21 árs gömul, er rétthent skytta og er drjúg bæði í vörn og sókn.

„Það er gríðarlega ánægjulegt að Katla skuli snúa til baka í heimahagana og verður gaman að fylgjast með stelpunum í Olísdeildinni í vetur. Fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinBjarni Már dúxaði í FSu
Næsta greinMeirihlutaviðræður ganga vel