Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í hádeginu í gær. Selfyssingar áttu besta leikmanninn og besta þjálfarann í 1. deild kvenna.
Katla María Magnúsdóttir var valin leikmaður ársins í 1. deildinni og hún var sömuleiðis besti sóknarmaðurinn. Eyþór Lárusson var valinn besti þjálfari ársins.
Þetta er enn ein rósin í hnappagat Selfyssinga sem sigruðu í 1. deildinni með miklum yfirburðum en liðið fór taplaust í gegnum deildina og vann flesta leiki sína stórt.