Katla Torfadóttir, Grunnskólanum Hellu, tryggði sér í vikunni sæti í liði Íslands sem keppir á Norðurlandamóti stúlkna í skólaskák í lok apríl.
Lokaumferð undankeppninnar fór fram á mánudag en fyrir hana var Katla jöfn Ylfu Ýr Hákonardóttur Welding, í Foldaskóla. Þær unnu báðar örugga sigra í skákum sínum í lokaumferðinni og tryggðu sér þannig sæti í stúlknalandsliði Íslands.
Þær munu tefla í yngsta flokknum á NM, fæddar 2001 og síðar, ásamt Nansý Davíðsdóttur sem er ríkjandi Norðurlandameistari.
Katla hefur verið til fyrirmyndar varðandi áhuga og ástundun á skákæfingum í Grunnskólanum Hellu.