Selfyssingurinn Katrín Drífa Magnúsdóttir og félagar hennar í blönduðu ungmennaliði Íslands urðu í dag Evrópumeistarar í hópfimleikum.
Íslenska liðið sigraði með 50.600 stig, 0.200 stigum meira en Svíþjóð sem varð í öðru sæti.
Ísland fékk 17.500 stig fyrir golfæfingar, 17.150 stig fyrir stökk og 15.850 stig fyrir trampólín.
Átta iðkendur, þrír þjálfarar og einn dómari frá fimleikadeild Selfoss taka þátt í Evrópumótinu sem lýkur á morgun í Baku í Azerbaijan.