Keflvíkingar of stór biti

Arnór Bjarki Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru úr leik í bikarkeppni karla i körfubolta. Selfoss, sem leikur í 1. deild, tapaði á heimavelli gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í kvöld.

Keflavík hafði frumkvæðið í annars jöfnum 1. leikhluta og leiddi að honum loknum, 23-27. Gestirnir hófu 2. leikhluta með áhlaupi og komust í 28-43 en staðan í hálfleik var 42-57.

Selfyssingar áttu fína spretti inn á milli en Keflvíkingar gerðu út um leikinn í 3. leikhluta en munurinn var 26 stig þegar sá fjórði hófst, 60-86. Selfyssingar klóruðu í bakkann á lokakaflanum en bilið var orðið of mikið og lokatölur urðu 87-103.

Arnór Bjarki Eyþórsson var stigahæstur Selfyssinga með 15 stig, Skarphéðinn Þorbergsson skoraði 12 stig og Ísar Jónasson 11.

Fyrri greinUngir tónlistarmenn og Jólakötturinn mæta á bókasafnið
Næsta greinÍbúar Hrunamannahrepps orðnir fleiri en 900