Keflvíkingar sprækari í kvöld

Kvennalið Hamars féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld eftir 65-75 tap gegn Keflavík á heimavelli.

Keflvíkingar voru mun ákveðnari allan leikinn og leiddu í hálfleik 28-39. Munurinn jókst í síðari hálfleik og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir hafði Keflavík 20 stiga forskot, 53-73. Hamar náði þá 12-2 kafla en sá sprettur kom allt of seint.

Jaleesa Butler var drjúg fyrir Hamar, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Slavica Dimovska skoraði 17 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 13.

Fyrri greinLandsbankinn styður við handboltann
Næsta greinSandburðurinn kom hafnarstjóranum ekki á óvart