Keppendur HSK unnu tíu titla af tólf sem í boði voru

Frá Íslandsmóti 15 ára og yngri í fyrra. Ljósmynd/HSK

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri í íslenskri glímu fór fram á Hvolsvelli í lok október. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni.

Tveir keppendur komu frá Skotlandi og var gaman að sjá hve góð tök þau höfðu á glímunni. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson.

Keppendur af sambandssvæði HSK stóðu sig frábærlega á mótinu og unnu tíu Íslandsmeistaratitla af þeim tólf sem í boði voru. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa HSK á mótinu.

Stúlkur 10 ára
1. Melkorka Álfdís Hjartardóttir
2. Guðrún Margrét Sveinsdóttir

Stúlkur 11 ára
1. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir
2. Árbjörg Markúsdóttir
3. Svanhvít Stella Þorvaldsdóttir

Strákar 10 ára
1.-2. Rúnar Þorvaldsson
1.-2. Bjarni Þorvaldsson
3. Ragnar Dagur Hjaltason

Strákar 11 ára
2. Ísak Guðnason
3. Pétur Stefán Glascorsson

Stúlkur 12 ára
1. Aldís Freyja Kristjánsdóttir
2-3. Thelma Rún Jóhannsdóttir
2.-3. María Indriðadóttir

Stúlkur 13 ára
1. Guðný Salvör Hannesdóttir
2. Katrín Diljá Vignisdóttir

Strákar 12 ára
1. Sindri Sigurjónsson
2. Veigar Páll Karelsson

Stúlkur 14 ára
1.Birgitta Saga Jónasdóttir

Strákar 13 ára stærri
1. Ólafur Magni Jónsson
2. Sigurður S. Á. Sigurjónsson

Strákar 13 ára minni
3. Þorsteinn Guðnason

Strákar 14 ára
1. Kristján Bjarni Indriðason
3. Aron Sigurjónsson

Strákar 15 ára
1. Sindri Ingvarsson
2. Jónas Hilbert Skarphéðinsson

Fyrri greinBílvelta í Svínahrauni
Næsta greinHarðorð ályktun frá kennurum í Árborg