Keppni á 27. Landsmóti UMFÍ sem haldið er á Selfossi hófst í morgun með keppni í skeet á skotsvæði SFS að Hrauni í Ölfusi.
Skotkeppni dagsins lýkur eftir hádegi en öðru keppnishaldi í dag hefur verið frestað þangað til síðdegis vegna útfarar Ólafs E. Rafnssonar, formanns ÍSÍ, sem fram fer í dag. Aðrar greinar dagsins í dag eru badminton og borðtennis kl. 16 í Iðu og Baulu og handknattleikur kl. 17 í Vallaskóla.
Skotmennirnir skjóta þrjár umferðir í dag keppni heldur áfram í fyrramálið og úrslitin hefjast kl. 14. Á sunnudaginn verður svo keppt með loftskammbyssu og loftriffli í reiðhöll Sleipnis á Brávöllum.