Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram 11. júlí og verður fyrsta stóra keppni sumarsins.
Undirbúningur er kominn á fullt, nú eru um það bil þrjúhundruð keppendur eru skráðir til leiks en skipuleggjendur búast við um sex hundruð keppendum og annað eins af gestum í kringum mótið í ár. Umferð á svæðinu er í sögulegu lágmarki þar sem ferðaþjónustan er hvergi komin í það form sem hún var fyrir COVID-19 og því mega keppendur eiga von á lítilli annarri umferð í brautinni þetta árið.
En það er þó ekki stærsta breytingin því í ár brýtur KIA Gullhringurinn blað í sögu hjólreiðamóta á Íslandi og býður upp á sérstakan keppnisflokk rafmagnshjóla.
„Það skapaðist mikil umræða um þetta í fyrra en við ákváðum að láta árið í ár verða fyrsta árið okkar með rafmangshjóla flokk,“ segir Þórir Erlingsson, einn af skipuleggjendum KIA Gullhringsins. „Þetta er nú bara fyrst og síðast liður í því að vaxa með sportinu á Íslandi. Hópur rafhjólaeigenda fer sístækkandi og við viljum bjóða þetta fólk velkomið. KIA Gullhringurinn er ekki hluti af Íslandsmeistaramótinu, heldur erum við þátttöku keppni og miklu frekar hjólareiðaviðburður með keppni frekar en keppni ein og sér“.
STÆRSTA GÖTUHJÓLAKEPPNI ÁRSINS
KIA Gullhringurinn hefur í gegnum árin verið stærsta götuhjólakeppni á Íslandi og hundruðir keppenda taka þátt ár hvert. Hjólreiðar hafa vaxið mjög sem íþrótt á Íslandi síðustu ár og núna síðustu misseri hefur orðið alger sprenging í innflutningi og sölu á rafmagnshjólum og það á við á heimsvísu núna. Þannig er komið að framleiðendur hafa ekki við að framleiða upp í pantanir verslana um allan heim.
RISAVIÐBURÐUR Á LAUGARVATNI
Keppni hefst og endar á Laugarvatni og njóta keppendur og áhorfendur gestrisni hótel og veitingastaða á Laugarvatni á meðan keppninni stendur. Verslunarrekendur á Laugarvatni hafa marg fullyrt að keppni sé stærri í verslun á Laugarvatni heldur en Verslunarmannahelgin.
SKRÁNING
Seinna í vikunni verður opnað fyrir skráningu í fyrsta rafmagnhjóla flokk sem verður ræstur á undan C flokk KIA Gullhringsins oftast nefndur Brons hringurinn sem er 48KM og að hluta til á möl yfir Reykjaheiðina. Mótstjórn gefur sér þó heimild til að færa þennan tíma þegar nær dregur til að tryggja að flokkarnir blandist ekki. C flokkurinn er ræstur 20 mínútum á eftir A og B flokk sem hjól aðra leið en það er gert til þess að tryggja það að rafhjól verði ekki inn í drafti fremstu keppenda í A og B flokki.
Skráningin rafhjóla flokksins opnar á föstudag en þá eru um það bil tvær vikur í KIA Gullhringinn 2020.
Hér má sjá hverir eru skráðir til leiks í KIA Gullhringinn í ár.