FSu hefur tapað báðum leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta. KFÍ kom í heimsókn í Iðu í kvöld og sigraði 73-78, þar sem úrslitin réðust á lokamínútunni.
Fyrsti leikhluti var jafn en þegar leið að lokum hans náði FSu fimm stiga forskoti, 18-13, og staðan var 22-17 að tíu mínútum liðnum.
KFÍ komst yfir á fyrstu fjórum mínútum 2. leikhluta, 27-29. Eftir það skiptust liðin á að halda forystunni en staðan var 37-39 í hálfleik.
Gestirnir náðu sex stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en FSu komst aftur yfir, 53-49, eftir að Birkir Hlynsson skoraði sjö stig á stuttum tíma. Kjartan Kjartansson, þjálfari, bætti svo við sjö stigum í röð á lokamínútum fjórðungsins og FSu leiddi 60-54 þegar þriðja leikhluta lauk.
Loka leikhlutinn var æsispennandi en FSu leiddi 70-64 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum. KFÍ skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 70-72, en Orri Jónsson kom FSu aftur yfir, 73-72 þegar rúm mínúta var eftir. Það voru hins vegar síðustu stig FSu í leiknum en KFÍ skoraði sex stig gegn engu á lokamínútunni.
Orri Jónsson var stigahæstur hjá FSu með 21 stig, Birkir Víðisson skoraði 18, Bjarni Bjarnason 12 og Sæmundur Valdimarsson 10.
Sunnlendingarnir í liðið KFÍ voru ekki meðal stigahæstu manna, en skiluðu þó sínu. Jón H. Baldvinsson skoraði 9 stig og þeir Ari Gylfason og Sigurður Orri Hafþórsson voru báðir með 8 stig.
FSu hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni en KFÍ hefur unnið báða sína leiki.