KFR gerði 3-3 jafntefli við KB í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Leiknisvelli í dag.
KFR byrjaði leikinn af miklum krafti og var komið í 0-2 eftir aðeins sjö mínútna leik. Þórhallur Lárusson skoraði fyrsta markið en annað markið var sjálfsmark KB.
Um miðjan fyrri hálfleik tók KB völdin, náði að snúa leiknum sér í vil og komst yfir, 3-2. Rangæingar voru hins vegar ekki hættir því þeir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði Þórhallur annað mark sitt og lokatölur voru 3-3.