KFR með bakið upp við vegg

Leikmannafundur hjá KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga mætti RB í fyrri leik liðanna í úrslitakeppni 5. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Í húfi er sæti í 4. deildinni að ári.

Liðin mættust í Reykjaneshöllinni og þar voru RB menn fyrri til að ná áttum. Þeir fengu vítaspyrnu á 19. mínútu og skoruðu úr henni. Staðan var 1-0 í leikhléi en strax á 3. mínútu seinni hálfleiks bættu heimamenn við marki. Í kjölfarið tóku Rangæingar völdin en tókst ekki að skora, þrátt fyrir góðar sóknir.

Leiknum lauk með 2-0 sigri RB en úrslitin í einvíginu munu ráðast á Hvolsvelli kl. 14 á laugardaginn, þegar seinni leikur liðanna fer fram.

Fyrri greinMeint mútumál komið á borð héraðssaksóknara
Næsta greinCarlos ráðinn til Selfyssinga