Knattspyrnufélag Rangæinga gerði 2-2 jafntefli við Einherja frá Vopnafirði á Hvolsvelli í dag. KFR náði 2-0 forystu áður en Almir Cosic var rekinn af velli og við það breyttist leikurinn.
Rangæingar voru sterkari í fyrri hálfleik og á 23. mínútu skoraði Andri Freyr Björnsson gott mark eftir sendingu frá Guðmundi Garðari Sigfússyni. Heimamenn voru ekki hættir og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Hjörvar Sigurðsson forystuna eftir sendingu frá Þórhalii Lárussyni.
Staðan var 2-0 í hálfleik en þegar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Rangæingurinn Almir Cosic sitt annað gula spjald og var sendur með rautt í sturtu. Heimamenn voru mjög ósáttir við rauða spjaldið og þeir voru ennþá vonsviknari tveimur mínútum síðar þegar Guðbergur Baldursson braut af sér innan teigs að mati dómarans, sem gaf Einherja vítaspyrnu í kjölfarið.
Gestirnir jöfnuðu úr spyrnunni og manni fleiri náðu Einherjamenn síðan góðum tökum á leiknum. Þeir jöfnuðu metin á 80. mínútu og þar við sat.
KFR er áfram í fallsæti með fjögur stig en á leiki til góða á liðin fyrir ofan.