KFR krækti í stig þegar liðið heimsótti Völsung á Húsavík í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 2-2.
Heimamenn komust yfir á 19. mínútu en Birkir Pétursson jafnaði metin þrettán mínútum síðar. Völsungar náðu aftur forystunni á 37. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var markalaus allt fram á 79. mínútu að Goran Jovanovski jafnaði fyrir KFR eftir hornspyrnu.
Lokatölur urðu 2-2 og KFR er nú í 2. sæti deildarinnar með 10 stig. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Reyni Sandgerði á laugardaginn kl. 14.