KFR tapaði á Ólafsfirði

KFR heimsótti Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á Ólafsfjörð í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins snemma leiks.

Mark KF kom á 16. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. KF lyfti sér í 5. sætið með sigrinum en KFR er áfram án stiga á botninum.

Lárus Viðar Stefánsson, fyrirliði KFR, fékk tvö gul spjöld á fimm mínútna kafla undir lok leiksins og fékk því að líta rauða spjaldið. Það er skarð fyrir skildi hjá KFR því Lárus verður í leikbanni í Suðurlandsslagnum gegn Hamri á fimmtudagskvöld.

Fyrri greinSvekkelsi í Vesturbænum
Næsta grein„Þetta var svakalega ódýrt víti“