KFR úr leik eftir framlengingu

Bjarni Þorvaldsson skoraði fyrir KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 3-2 tap í framlengdum leik gegn KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 1-0 í leikhléi. Það stefndi allt í sigur KÁ en á fimmtu mínútu uppbótartímans náði Bjarni Þorvaldsson að jafna leikinn og tryggja KFR framlengingu.

KÁ komst í 3-1 í framlengingunni en Hjörvar Sigurðsson náði að klóra í bakkann fyrir KFR í blálokin.

Selfoss er eina sunnlenska liðið sem er eftir í bikarnum en Selfoss heimsækir ÍH í Skessuna í Hafnarfirði næstkomandi miðvikudag.

Fyrri greinHamarsmenn í bílstjórasætinu
Næsta greinSelfoss í úrslit í Lengjubikarnum